Jæja, mér tókst að sofa til klukkan tvö, þá vakti mamma mig. Ég man ekki hvenær ég svaf svona lengi síðast. Fór í vinnuna í gær, er samt hætt. Var bara að gara Önnu geriða (sú sem á gistiheimilið). Það var smá fyllerí í gær hjá Grósku. Farið var í nokkra drykkjuleiki, bæði í pottinum og inni. Þetta var geðveikt stuð og æðislegur matur. Til hamingju með vel heppnað partý, Gróska mín! Eftírá fórum við síðan oní bæ. Fyrst fórum við á staðinn þarna fyrir ofan Apótekið, man ekki hvað hann heitir, einhverju spænsku nafni. Þaðan lá leiðin á Sólon en þar sem eitt aðalatriði vantaði, súrefni, stoppaði ég stutt þar. Við Æsa fórum því út og biðum eftir hinum (híhí, það rímaði!) Við ætluðum síðan á Hverfisbarinn en ég ákvað að fara bara heim. Orðin doldið þreytt og kvefið farið að segja til sín. Komin með svona viskírödd og svo voru flestir líka að fara heim hvort sem er. Þannig að ég bjallaði bara í leigubílstjórafrænda minn sem var einmitt að klára túr. Hann skutlaði mér heim og hér er ég!!!
skrifað af Runa Vala
kl: 15:37
|